Velkomið að hafa samband og við mælum okkur mót eða  þið sendið  fyrirspurnir og ég sendi ljósmyndir af því sem til er. 

Hrönn sími 822-3584 eða hronn61@gmail.com

Bænapúðar

 

Bænapúðarnir eru handmálaðir með þrykktum bænum. 

Yndislegt bómullarsatín sem hægt er að þvo oft.

Innifalið í verði er nafn barnsins og getur það komið síðar.

Kr: 15.500

Sérbæn eða vísa kostar 1.000.- aukalega

Vinsælustu bænirnar eru:

Vertu nú yfir og allt um kring......  og 

Leiddu mína litlu hendi........

 

Sængurver ofl

Handmáluðu sængurverin fást í ungbarnastærð og millistærð.  

Litirnir eru mjög þvottþolnir og mála ég á bómullarpoplín sem heldur sér mjög vel í mörg, mörg ár.  Sum verin hafa verið notuð fyrir 2-3 börn og það sést ekki á þeim.

Heilmáluð sængurver fást eftir sérpöntun.

Verð

Ungbarnaver 19.800 með máluðu milliverki, nafni barnsis og bæn eða texta.  

Millistærð 25,800 með máluðu milliverki, nafni barnsins og bæn eða texta

Fullorðinsstærð, frá 32.500, fer eftir efni og  hve mikið er málað

Hjónasængurver

Hjónalínan byggir á hjónamunstri Hrannar þar sem konan er með mjúkar línur og karlinn með beinar línur, grunneðli karla og kvenna.  (við konurnar erum mjúkar en karlarnir svolítið kassalaga  ;)
Sængurver eru úr besta fáanleg 100% bómullarsatíni.

Hægt er að sérpanta rúmföt eftir máli. 
Hjónaverin kosta frá 85.000 eftir því hve mikið þrykkt/málað er.

Einfalt þrykk: 85.000

Þrykkt milliverk: 95.000

Þrykkt og málað: 110.000

Staðsetning

Textíll ehf, Hrönn Vilhelmsdóttir textílhönnuður

Ásholt 30, 105 Reykjavik, Iceland

Hringið áður svo við getum mælt okkur mót, ég er ekki alltaf heima, best að hringja eða senda tölvupóst

sími: 8223584  eða hronn61@gmail.com