Um hönnuðinn
Hrönn Vilhelmsdóttir textílhönnuður hefur unnið að ýmsum verkefnum tengdum hönnun, bæði í texítil og einnig í matargeiranum. Hún stofnaði Textílkjallarann sem varð Textíll árið 1994 en fyrstu sængurverin voru máluð 1989. Hrönn hefur verið með opnar vinnustofur frá 1994, þær helstu á Barónsstíg, síðan Lokastíg (efstu hæð Café Loka) og nú síðast í Þykkvabæ og hefur unnið að eigin textílhönnun óslitið. Einnig kom hún að stofnun og rekstri Café Loka á Skólavörðuholtinu ásamt eiginmanni, Þórólfi Antonssyni fiskifræðingi sem og Hlöðueldhúsinu í Þykkvabæ.